Skýrslur

Jarðhitabæklingurinn Geothermal Development and Research in Iceland.

5.5.2006

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Orkustofnun hafa gefið út ritið Geothermal Development and Research in Iceland. Í ritinu er fjallað um rannsóknir og nýtingu jarðhitans frá ýmsum sjónarhornum, en þó er þar aðallega fjallað um þá þróun sem orðið hefur í notkun jarðhita á Íslandi síðustu ár og áratugi. Er ritið kærkomið þeim sem um jarðhitamál fjalla á erlendum vettvangi, en slíkt yfirlitsrit hefur ekki áður verið gefið út á ensku. Sveinbjörn Björnsson skrifaði texann, en myndir sem prýða bæklinginn koma flestar frá starfsmönnum Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna. Hönnun og umbrot var í höndum Vilborgar Önnu Björnsdóttur. Ritið má nálgast á bókasafni Orkustofnunar í Orkugarði, Grensásvegi 9 og á rafrænu formi hér.

 Yfirlitsrit um þróun jarðhitamála á Íslandi

 







Stoðval