Helstu verkefni á sviði iðnaðarráðuneytis:

Nýtt skipurit ráðuneytisins er í vinnslu.

Skrifstofa ráðherra:

Skrifstofa ráðherra sér um skipulagningu á störfum og ferðum ráðherra auk annarra verkefna sem ráðherra og ráðuneytisstjóri fela skrifstofunni.

· skipulagning á störfum ráðherra

· ferðir ráðherra og starfsmanna, innanlands og erlendis

· skipulagning komu erlendra gesta

· önnur verkefni sem starfsmönnum eru falin

Almenn skrifstofa:

Almenn skrifstofa sér um fjármál og rekstur ráðuneytisins auk samkeppnis- og neytendamála.

· stefnumótun um rekstur og fjármál ráðuneytisins og um samkeppnis- og neytendamál

· fjármálaumsýsla

· fjárlagamál og áætlunargerð

· almennur rekstur og rekstraryfirlit

· framkvæmda- og húsnæðismál

· skjalasafn, bókasafn og almenn miðlun upplýsinga

· upplýsingasamfélagið og rafræn viðskipti

· jafnréttismál

· sérhæfð aðstoð við aðrar skrifstofur ráðuneytisins

· framkvæmd EES-samningsins

· framkvæmd upplýsingalaga og stjórnsýslulaga

· lögfræðileg álitaefni

· samkeppnismál

·· erlent samstarf á verkefnasviðum skrifstofunnar

· málefni Samkeppniseftirlits

Skrifstofa iðnaðarmála:

Skrifstofa iðnaðarmála sér um almenn iðnaðarmál, orkufrekan iðnað, nýsköpun og byggðamál.

· stefnumótun um almenn iðnaðarmál, orkufrekan iðnað, nýsköpun og byggðamál

· tækninefnd og samskipti við Rannís

· framkvæmd byggðastefnu

· orkufrekur iðnaður

· markaðsstarf um erlendar fjárfestingar

· málefni iðnaðarins

· afþreyingariðnaður, þ.m.t. kvikmyndaiðnaður, tónlistariðnaður og hönnun

· starfsréttindamál iðnaðar

· vetnismál

· ríkisstyrkir

· samkeppnishæfni

· staðlamál

· erlent samstarf á verkefnasviðum skrifstofunnar, þ.m.t. samskipti vð Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu

· málefni Iðntæknistofnunar, Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

· Einkaleyfastofa

Skrifstofa orkumála:

Skrifstofa orkumála sér um orku-, auðlinda- og umhverfismál.

· stefnumótun í orku-, auðlinda- og umhverfismálum

· raforka og nýskipun raforkumála

· hitaveitur

· umsjón með jarðrænum auðlindum og auðlindum á hafsbotni

· orkusparnaður

· framkvæmd rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar og Kyotobókunar

· erlent samstarf á verkefnasviðum skrifstofunnar

· málefni Orkustofnunar, Íslenskra orkurannsókna og Orkusjóðs

Skrifstofa ferðamála:

- efling vaxtar og nýsköpunar í íslenskri ferðaþjónustu.
- stefnumótun í samstarfi hins opinbera við einkaaðila á sviði ferðamála.
 
- samskipti við Ferðamálastofu, en hún ber ábyrgð á gerð ferðamálaáætlunar sem nú gildir fyrir árin 2006 til 2015, gerð lagafrumvarpa,  
  reglugerða og endurskoðun laga um ferðamál.

 


 

 







Stoðval