Lögbundnar nefndir, stjórnir og ráð

Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda 2003-2006.


Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki skal iðnaðarráðherra skipa þriggja manna áfrýjunarnefnd í vörumerkja- og einkaleyfamálum til að úrskurða í ágreiningsmálum samkvæmt 61. og 1. mgr. 63. gr. laganna. Í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi er kveðið á um að iðnaðarráðherra skipi áfrýjunarnefnd í einkaleyfamálum til að úrskurða í málum skv. 25. og 67. gr. laganna. Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. laga nr. 48/1993 um hönnunarvernd skal iðnaðarráðherra skipa áfrýjunarnefnd í málum er varða hönnunarvernd.

Samkvæmt fyrrgreindri 2. mgr. 63. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki skal iðnaðarráðherra skipa formann nefndarinnar til þriggja ára í senn.

Iðnaðarráðherra skipar Rán Tryggvadóttur formann áfrýjunarnefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, sbr. reglugerð nr. 41/2000, er úrskurða skal í ágreiningsmálum varðandi vörumerki, einkaleyfi og hönnunarvernd, til þriggja ára, frá 1. júlí 2003 að telja.

 





Stoðval