Lögbundnar nefndir, stjórnir og ráð

Úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands.

Samkvæmt 19. gr. laga um Viðlagatryggingu Íslands nr. 55/1992 skipar viðskiptaráðherra fjögurra manna úrskurðarnefnd sem úrskurðar um ágreining um ákvarðanir stjórnar Viðlagatryggingar Íslands. Skal Hæstiréttur tilnefna einn fulltrúa sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru tilnefndir af Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og af viðskiptaráðherra.

Aðalmenn:
Viðar Már Matthíasson, prófessor, formaður, tilnefndur af Hæstarétti Íslands.
Björn Þ. Guðmundsson, prófessor, tilnefndur af Háskóla Íslands.
Magnús Jónsson, veðurstofustjóri, tilnefndur af Veðurstofu Íslands.
Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl., skipaður án tilnefningar.

Varamenn í sömu röð:
Allan Vagn Magnússon, hérðasdómari, tilnefndur af Hæstarétti Íslands.
Karl Axelsson, hrl., tilnefndur af Háskóla Íslands.
Trausti Jónsson, forstöðumaður, tilnefndur af Veðurstofu Íslands.
Þóra Margrét Hjaltested, lögfræðingur, skipuð án tilnefningar.

 





Stoðval