Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey

12.7.2001

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 13/2001





Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd sem skal meta hvort og með hvaða hætti unnt er að koma á sjálfbæru orkusamfélagi í Grímsey. Nefndin skal koma með tillögur um mögulegar leiðir og gera ítarlega grein fyrir hagkvæmni viðkomandi kosta út frá umhverfislegum, tæknilegum og fjárhagslegum forsendum.

Í nefndinni eiga sæti:
Hjálmar Árnason, alþm., formaður,
Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor,
Örn Helgason, prófessor,
Helga Túleníus, jarðeðlisfræðingur, Orkustofnun,
Árni Ragnarsson, verkfræðingur, Orkustofnun.
Starfsmaður nefndarinnar er Kristín Haraldsdóttir, lögfræðingur hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum.

Tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir eigi síðar en 15. febrúar 2002.

Reykjavík, 12. júlí 2001.

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval