Fréttatilkynningar

Forstjóri Löggildingarstofu

31.12.2003 : Skipun í starf forstjóra Löggildingarstofunnar.

Viðskiptaráðherra hefur í dag skipað Tryggva Axelsson í starf forstjóra Löggildingarstofunnar til fimm ára, frá 1. janúar 2004.

Lesa meira

 

30.12.2003 : Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar lögð niður.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar hafa í dag undirritað samkomulag um lok samstarfs um Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar (MIL). Samkomulagið tekur gildi þann 1. janúar 2004.

Lesa meira

 

17.12.2003 : Vinnsluleyfi til handa Íslenska kalkþörungafélaginu ehf.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifaði í dag undir vinnsluleyfi til handa Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. Lesa meira
 

27.11.2003 : Fréttatilkynning frá iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra.

Skýrsla verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, 1. áfangi. Lesa meira
 

20.11.2003 : Ísland aðili að stofnun alþjóðlegs samstarfsvettvangs á sviði vetnis.

Neytendamarkaður fyrir vetnisdrifin ökutæki fyrir árið 2020 og þjónusta við þann markað á samkeppnishæfu verði er helsta markmið alþjóðlegs samstarfsvettvangs, sem formlega verður stofnaður í Washington í Bandaríkjunum í dag. Lesa meira
 

29.9.2003 : Norrænir orkuráðherrar undirrita samning varðandi Kyoto-bókunina.

Á fundi norrænna orkuráðherra í Gautaborg í dag var ákveðið að gera Eystrasaltssvæðið að tilraunasvæði fyrir sveigjanleikaákvæði Kyoto-bókunarinnar. Lesa meira
 

26.9.2003 : Stofnun undirbúningsfélags vegna rafskautaverksmiðju á Katanesi.

Stofnað hefur verið undirbúningsfélag vegna rafskautaverksmiðju á Katanesi. Fréttatilkynning á íslensku og ensku. Lesa meira
 

25.9.2003 : Sænsk- íslensk viðskiptaráðstefna í Stokkhólmi.

Þann 8. október næstkomandi verður haldin sænsk-íslensk viðskiptaráðstefna í Stokkhólmi. Á ráðstefnunni munu íslenskir og sænskir aðilar, sem reynslu hafa af viðskiptum í báðum löndunum, miðla af reynslu sinni og velta upp leiðum til að efla viðskiptatengsl landanna. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun setja ráðstefnuna.

Lesa meira
 

24.9.2003 : Úrslit í samkeppni um rafrænt samfélag.

Samkeppni um rafrænt samfélag er lokið. Tvö verkefni hafa verið valin til þátttöku í þróunarverkefni, sem mun standa í þrjú ár. Lesa meira
 

24.9.2003 : Niðurstöður valnefndar í samkeppni um Rafrænt samfélag.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, miðvikudag, kl. 14.00 í Þjóðmenningarhúsi, Hringborðssal, annarri hæð. Á fundinum verða kynntar niðurstöður valnefndar í samkeppni um Rafrænt samfélag. Lesa meira
 

22.9.2003 : Manítóba og Ísland undirrita viljayfirlýsingu um stuðning við vetnisvæðingu.

Nýjum áfanga verður náð í dag af hálfu forystumanna í Manítóbafylki á sviði samgöngumála og vetnisframleiðslu þegar Tim Sale, orku-, vísinda- og tæknimálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Íslands, undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um vetnisvæðingu. Lesa meira
 

22.9.2003 : Viljayfirlýsing um vetnismál

Iðnaðarráðherra boðar til blaðamannafundar í dag, mánudaginn 22. september, kl. 12:00, að Hótel Nordica. Tilefnið er undirritun á viljayfirlýsingu á sviði vetnismála, á milli Manitóba og Íslands. Lesa meira
 

17.9.2003 : Stofnun íslensks-kanadísks verslunarráðs

Íslenskt-kanadískt verslunarráð var stofnað í Toronto föstudaginn 12. september s.l. Lesa meira
 

16.9.2003 : Breytingar á yfirstjórn RARIK.

Þann 1. október n.k. lætur Kristján Jónsson af störfum, að eigin ósk, eftir 27 ár í embætti rafmagnsveitustjóra ríkisins. Lesa meira
 

5.9.2003 : Þrjár nýjar reglugerðir.

Gefnar hafa verið út þrjár nýjar reglugerðir; reglugerð um verðbréfaviðskipti, reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum og reglugerð um eignir sem telja má til gjaldþols vátryggingafélaga og útreikning lágmarksgjaldþols. Lesa meira
 

1.9.2003 : Þrjár nýjar reglugerðir.

Gefnar hafa verið út þrjár nýjar reglugerðir sem þegar hafa tekið gildi. Þær eru: Reglugerð um verðbréfaviðskipti, reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum og reglugerð um eignir sem telja má til gjaldþols vátryggingafélaga og útreikning lágmarksgjaldþols. Lesa meira
 

27.8.2003 : Námskeið um samkeppnishæfni.

Þann 9. og 10. september n.k. mun Mr Ifor Flowcs-Williams frá Nýja Sjálandi halda námskeið um uppbyggingu og eflingu klasa og hvað er hægt að gera til auka samkeppnishæfni fyrirtækja og svæða með markvissum aðgerðum á þessu sviði. Námskeiðið fer fram á ensku. Lesa meira
 

23.7.2003 : Forstjóra Löggildingarstofu vikið úr embætti.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur í dag vikið Gylfa Gauti Péturssyni, forstjóra Löggildingarstofu, úr embætti vegna stórfelldrar óreiðu á fjárreiðum stofnunarinnar. Lesa meira
 

11.7.2003 : Þrjár nýjar reglugerðir.

Iðnaðarráðherra hefur samþykkt þrjár nýjar reglugerðir, sem taka gildi í dag; Reglugerð um framkvæmd raforkulaga, nr. 511/2003; reglugerð um kerfisstjórnun í raforkukerfinu, nr. 513/2003 og reglugerð um Orkusjóð, nr. 514/2003. Lesa meira
 

9.5.2003 : Markaðsátak erlendis fyrir íslenskar ullarafurðir.

Í gær var undirritað í Laufási í Eyjafirði samkomulag milli iðnaðarráðuneytis og Útflutningsráðs Íslands um stuðning við markaðsátak erlendis fyrir íslenskar ullarafurðir. Lesa meira
 

9.5.2003 : Öndvegissetur í auðlindalíftækni við Háskólann á Akureyri.

Þann 6. maí 2003 undirrituðu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, samkomulag um að unnið yrði að því að til verði öndvegissetur í auðlindalíftækni í tengslum við Háskólann á Akureyri. Lesa meira
 

6.5.2003 : Nýr þjónustusamningur við Neytendasamtökin

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar, og viðskiptaráðherra, undirritaði í dag nýjan þjónustusamning við Neytendasamtökin. Lesa meira
 

29.4.2003 : Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Hjálmar Árnason, alþingismaður, kynna niðurstöður nefndar um sjálfbært orkusamfélag í Grímsey á opnum fundi í Múla í Grímsey miðvikudaginn 30. apríl kl. 17:00. Lesa meira
 

15.4.2003 : Niðurstöður starfshóps um mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda fyrir árin 2003-2008.

Kynningarfundur um niðurstöður starfshóps um mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda fyrir árin 2003-2008 verður miðvikudaginn 16. apríl á hótel KEA á Akureyri og stendur frá kl. 12:00 - 13:30. Skráning á fundinn er hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í síma 545-8500. Lesa meira
 

8.4.2003 : Ráðstefna um samkeppnishæfni svæða og fyrirtækja.

Þann 11 apríl nk. kl. 13:00 mun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Verkefnisstjórn um byggðaþróun við Eyjafjörð og Iðntæknistofnun Íslands standa fyrir ráðstefnu á Akureyri um Samkeppnishæfni svæða og fyrirtækja. Lesa meira
 

8.4.2003 : Málefni Löggildingarstofu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur í dag með bréfi veitt Gylfa Gauti Péturssyni tímabundna lausn frá embætti forstjóra Löggildingarstofu.Tryggvi Axelsson hefur verið settur í embætti forstjóra um stundarsakir. Lesa meira
 

1.4.2003 : Útrás íslenskrar tónlistar.

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur í dag veitt nokkrum íslenskum tónlistarmönnum styrk til útrásar. Frá árinu 1999 hefur á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sjóða þess verið veitt á fimmta tug milljóna króna til útrásar íslenskrar tónlistar. Lesa meira
 

14.3.2003 : Undirritun samninga um byggingu álvers Fjarðaáls sf. í Reyðarfirði

Á morgun laugardaginn 15. mars verða undirritaðir samningar um byggingu 322.000 tonna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Lesa meira
 

10.3.2003 : Nýtt skipurit fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Þann 28. febrúar sl. staðfesti Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýtt skipurit fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Lesa meira
 

6.3.2003 : NORA - Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin - NORA - veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknum á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Norður- og Vestur-Noregi. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2003 og ber að skila inn umsóknum til Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Lesa meira
 

25.2.2003 : Viljayfirlýsing milli Íslands og Kanada á sviði viðskipta og atvinnuþróunar.

Á ferð iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Kanada í byrjun febrúar var m.a. rætt um samstarf Íslands og Nova Scotia á sviði viðskipta og atvinnuþróunar. Samstarf þetta byggir á viljayfirlýsingu sem undirrituð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, og ráðherra efnahagsþróunarmála í fylkisstjórn Nova Scotia þann 2. desember 2002. Yfirlýsingin er á ensku. Lesa meira
 

14.2.2003 : Ráðstefnan Máttur og möguleikar.

Ráðstefna um gildi hönnunar við framþróun og samkeppnishæfni atvinnulífsins verður haldin í Norræna húsinu, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Lesa meira
 

12.2.2003 : Evrópufélagið (evrópska hlutafélagið)

Hugmyndir um Evrópufélagið komu fram í Efnahagsbandalagi Evrópu um 1970 en málið tafðist af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst vegna ágreinings um aðild starfsmanna. Á síðustu árum voru gerðar sérstakar tilraunir til að leysa málið og hefur það nú tekist. Lesa meira
 

12.2.2003 : Lög um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.

Samþykkt hafa verið á Alþingi ný lög, nr. 4/2003, um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Lesa meira
 

10.2.2003 : Fjögurra daga ferð Valgerðar Sverrisdóttur til Kanada

Viðskiptasendinefnd íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja undir forystu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hóf fjögurra daga ferð sína til Kanada í dag. Lesa meira
 

10.2.2003 : Verksmiðja til framleiðslu á rafmagnsþéttum

Síðustu daga hafa japanskir aðilar dvalið hér á landi til að kanna aðstæður til rekstrar verksmiðju til framleiðslu á rafmagnsþéttum. Lesa meira
 

4.2.2003 : Nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur ráðið Gunnar Örn Gunnarsson, vélaverkfræðing, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Lesa meira
 

28.1.2003 : Nýjar reglugerðir.

Gefnar hafa verið út að nýju þrjár reglugerðir er varða sölu notaðra ökutækja. Ástæða þess er einkum að breyta tilvísunum til gildandi laga um sölu notaðra ökutækja, sbr. nú lög nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, með síðari breytingum. Lesa meira
 

27.1.2003 : Ný lagafrumvörp lögð fram á Alþingi

Meðal lagafrumvarpa sem iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Alþingi er frumvarp til laga um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði. Lesa meira
 

21.1.2003 : Tilkynning frá Norðurslóðaáætluninni

Næsti frestur til þess að senda inn umsókn til Norðurslóðaáætlunarinnar (Northern Periphery Programme- NPP) er til 14. mars 2003. Lesa meira
 

8.1.2003 : Nýsamþykkt lög í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum.

Lög nr. 139/2002 um br. á l. nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Reglugerð nr. 864/2002 um br. á reglug. nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Lög nr. 147/2002 um br. á l. nr. 8/1996 um löggildingu nokkurra starfsheita... Lög nr. 155/2002 um félagamerki. Lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki . Lesa meira
 

8.1.2003 : Breyting á lögum og reglugerð fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins

Samþykkt hafa verið lög nr. 143 18. desember 2002 um breytingu á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997 með síðari breytingum og reglugerð nr. 924 27. desember 2002 um breytingu á reglugerð nr. . Lesa meira
 

8.1.2003 : Niðurstaða nefndar um arðsemismat Fjarðaáls sf.

Þriggja manna nefnd, sem eigendur Landsvirkjunar skipuðu til að fjalla um arðsemi og fjárhagslega áhættu Kárahnjúkavirkjunar og sölu raforku til Fjarðaáls sf. (Alcoa), hefur lokið störfum og skilað af sér greinargerð um málið. Lesa meira
 

7.1.2003 : Frumvarp til laga um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði.

Á fundi ríkisstjórnar í morgun var samþykkt tillaga Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um að leggja fyrir þingflokka stjórnarflokkanna og Alþingi, þegar þing kemur saman þann 21. janúar nk., frumvarp til laga um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði. Lesa meira
 

Fréttir eftir árum...








Stoðval