Ráðstefna um byggðamál, alþjóðavæðingu og samvinnu

30.10.2001

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 19/2001




Byggðastofnun og iðnaðarráðuneytið efna til ráðstefnu þriðjudaginn 30. október 2001 undir heitinu: Byggðamál, alþjóðavæðing og samvinna. Ráðstefnan verður haldin í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja hf. í Svartsengi og hefst kl. 13:30.

Að loknu ávarpi iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, munu eftirfarandi flytja erindi:
  • Lindsay McFarlane, sérfræðingur byggðaþróunarsviðs OECD,
  • Niels Bjerring Hansen, sérfræðingur Interreg áætlunar ESB,
  • Steen Illeborg, framkvæmdastjóri Svæðaskrifstofu ESB,
  • Donald MacInnes, framkvæmdastjóri Skosku svæðaskrifstofunnar í Brussel,
  • Arve Cato Skjerpen, skrifstofustjóri Evrópuverkefna í Noregi,
  • Baldur Pétursson, fulltrúi iðnaðarráðuneytisins við sendiðráðið í Brussel,
  • Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi,
  • Elísabet Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands.

Þá mun Theodór Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, flytja lokaorð.

Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun byggðamála á tímum alþjóðavæðingar og aukinnar samvinnu milli landa og svæða. Ráðstefnan er öllum opin og gert er ráð fyrir að henni ljúki um kl. 18:00.

Iðnaðarráðuneytið,
29. október 2001.

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval