Samkomulag um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni undirritað

Sameiginleg fréttatilkynning iðnaðar- og viðskiptaráðuenyta og samgönguráðuneytis.

28.4.2003

Iðnðaðar- og viðskiptaráðuneyti
og samgönguráðuneyti




Hótel Ísafjörður
14. apríl 2003


Samkomulag um eflingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni undirritað.

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu í dag samkomulag um verkefni í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Samkomulagið er til þriggja ára og gerir ráð fyrir 22 milljónum króna til sex verkefna á þessu ári en jafnframt munu ráðherrarnir beita sér fyrir því að til sameiginlegra ferðaþjónustuverkefna verði veitt 40 milljónum á ári næstu tvö ár.

Í byggðaáætlun 2002-2005 er ferðaþjónustu sérstaklega getið í tengslum við sóknarfæri landsbyggðarinnar í atvinnumálum. Bent er á að leggja þurfi áherslu á sérkenni hvers landshluta og á skipulagningu vaxtarsvæða. Markmiðið sé að tryggja markvissa uppbyggingu og sjálfbæra þróun greinarinnar, bæta arðsemi hennar, auka samkeppnishæfni einstakra svæða á landsbyggðinni og efla þar með íslenska ferðaþjónustu almennt.

Verkefnin sem hljóta styrki á þessu ári eru:

1. Hlunnindabúskapur og sjósókn á sunnanverður Vestfjörðum. Atvinnuþróunarfélag Vestjarða í samstarfi við Minjasafnið á Hnjóti, Reykhólahrepp og Vesturbyggð.

2. Gísla saga Súrssonar í ferðaþjónustu. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við íbúasamtök á Þingeyri, handverkshópinn Koltra, Litla leikklúbbinn á Ísafirði og áhugahóp um Gísla sögu á Bíldudal og Barðaströnd. Einnig koma Ísafjarðarbær og Vesturbyggð að verkefninu.

3. Gullkistan, veiðar og vinnsla sjávarfangs við Djúp. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og
Súðavíkurhrepp.

4. Vefur til markaðssetningar og eflingar þróunarverkefna. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða.

5. Snæfellsnes, vottaður umhverfisvænn og sjálfbær áfangastaður. Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.

6. Menningarvefur fyrir ferðaþjónustu. Snorrastofa í Reykholti.

Í byrjun árs 2004 og 2005 verður lögð fram áætlun um ný samstarfsverkefni ráðuneytanna. Undirritun samkomulagsins fór fram á fundi á Hótel Ísafirði um atvinnu- og samgöngumál.

Nánari upplýsingar: Helga Haraldsdóttir, samgönguráðuneyti, s. ,

 

Fréttir eftir árum...








Stoðval